Miðstöð Íslands um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Miðstöð Íslands um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja

Kaupa Í körfu

SAMRÁÐSNEFND atvinnulífs og stjórnvalda stóð fyrir fundi í gær um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Við það tækifæri var ritað undir samning um stofnun fræðslu- og rannsóknamiðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Að miðstöðinni stendur Háskólinn í Reykjavík, með stuðningi sex íslenskra fyrirtækja og utanríkisráðuneytisins. Páll Ásgeir Davíðsson, sérfræðingur í lagadeild HR, er forsvarsmaður miðstöðvarinnar. Íslensku fyrirtækin sem um ræðir eru Landsbankinn, Glitnir, Alcan á Íslandi, Síminn, Orkuveita Reykjavíkur og Össur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra setti fundinn en hann sóttu fulltrúar um 100 fyrirtækja, íslenskra og norrænna

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar