Haraldur Helgason

Skapti Hallgrímsson

Haraldur Helgason

Kaupa Í körfu

Halli Helga er 87 ára, hefur verið krati frá unglingsaldri, búið í sama húsi í 60 ár og aðeins ekið á Volvo frá því 1961 HARALDUR Helgason á Akureyri hóf störf í Kjötbúð KEA árið 1933 og hefur verið sölumaður síðan, í 75 ár. Hann er enn að og gefur lítið eftir. „Ég var að selja fyrir tíu mínútum,“ sagði gamla kempan og fékk sér í nefið, þegar Morgunblaðið sótti hann heim í gærdag. Hann fer á fætur klukkan átta að morgni, fær sér te og brauð og hringir svo í viðskiptavinina heiman að frá sér. Þegar allar pantanir eru klárar keyrir hann svo með pantanaeyðublöðin út í Kjarnafæði, en hann hefur selt fyrir það fyrirtæki í nokkur ár. MYNDATEXTI Sölumaður Ég var reyndar einn vetur í skóla eftir að ég byrjaði í kjötbúðinni, því ég var ekki búinn að taka fullnaðarprófið, segir Halli Helga.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar