Vorhátíð Breiðholtsskóla

Friðrik Tryggvason

Vorhátíð Breiðholtsskóla

Kaupa Í körfu

SENN líður að því að skólahurð aftur skelli og skruddan með hjá grunnskólabörnum landsins. Um þessar mundir taka þó margir grunnskólar forskot á sælu sumarsins og efna til sérstakrar vordagskrár. Slíkir dagar fela gjarnan í sér útiveru af ýmsu tagi, sem er kærkomin tilbreyting eftir langan og kaldan vetur. Meðal þeirra skóla sem breyta til í skólastarfinu um þessar mundir er Breiðholtsskóli. Krakkarnir í skólanum skemmtu sér hið besta úti við í gær. Þeir fóru í ýmsa leiki, bæði nýja og gamla. Einn er sá leikur sem alltaf nýtur vinsælda, en hann felst í því að velta sér niður grasgrænar brekkur. Ekki er verra að skemmta sér við slíkt í hópi góðra skólasystkina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar