Þórður Tómasson

Ragnar Axelsson

Þórður Tómasson

Kaupa Í körfu

ÞETTA eru í raun elstu hús landsins og í þeim leynast menjar sem eru meðal okkar merkustu um mannaverk og mannavist um aldir og þeim ætti að sýna fullan sóma,“ segir Þórður Tómasson, safnvörður á Byggðasafninu í Skógum, um forna, manngerða hella sem víðs vegar er að finna á Suðurlandi. Allt frá Ölfusi og austur í Mýrdal eru víða manngerðir hellar á bæjum. Hellarnir eru grafnir inn í sandstein eða móberg og eru nánast óþekktir í öðrum landshlutum. Þeir hafa í gegnum tíðina verið nýttir í ýmislegan búskap. MYNDATEXTI Svefnpláss Sögur um búsetu í Hrútshelli ná aftur til landnámsaldar. Ofarlega blasir svefnloft Hrúts við en þar reyndu þrælar hans að leggja til hans spjótum. Aðgerðin mistókst og þrælarnir fengu að súpa seyðið af því.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar