Katrín Alda og Rebekka Rafnsdætur

Katrín Alda og Rebekka Rafnsdætur

Kaupa Í körfu

Tískuvitundin er meðfædd systrunum Katrínu Öldu og Rebekku Rafnsdætrum sem opnuðu tískuverslunina Einveru í gær í kjallara heimilis síns á Ægisíðu 101. „Tískuáhugi hefur alltaf blundað í mér og síðastliðin fjögur ár hef ég verið að læra viðskiptahlið tískubransans í London í námi sem heitir „fashion management“. Rebekka er heimspekinemi og verslunarstjóri Spúútnik,“ segir Katrín Alda en hún segir hugmyndina að búðinni hafa setið lengi í þeim. MYNDATEXTI Tískusystur Þær Katrín Alda og Rebekka Rafnsdætur hafa báðar mikinn áhuga á tísku og hafa þær viðað að sér miklu magni af gömlum fatnaði á undanförnum árum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar