Sigurður G. Guðjónsson og Ragnar Aðalsteinsson

Friðrik Tryggvason

Sigurður G. Guðjónsson og Ragnar Aðalsteinsson

Kaupa Í körfu

RAGNAR Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður hugðist í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær rökstyðja ítarlega að Jón Ólafsson hefði rétt á að Sigurður G. Guðjónsson yrði verjandi hans, í sakamáli sem ákæruvaldið hefur höfðað gegn Jóni. En í stað þess að dómþingið hæfist með málflutningi, eins og Ragnar gerði ráð fyrir, hófst dómþingið með því að dómarinn kvað upp úrskurð sinn um að Sigurður gæti ekki verið verjandi Jóns. Úrskurðurinn kom flatt upp á Ragnar sem taldi augljóst að málflutningur um þetta umdeilda atriði yrði að fara fram áður en dómarinn kvæði upp úrskurð MYNDATEXTI Réttur Sigurður G. Guðjónsson og Ragnar Aðalsteinsson ganga úr dómsal í gær. Ragnar var ósáttur og mun kæra úrskurðinn til Hæstaréttar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar