Hólar uppgröftur

Hólar uppgröftur

Kaupa Í körfu

RÚSTIR íbúðarhúss, sem talið er að Guðbrandur biskup Þorláksson hafi látið reisa á Hólum í Hjaltadal 1587, komu í ljós þegar fornleifauppgröftur undir stjórn Ragnheiðar Traustadóttur fornleifafræðings hófst þar á ný í sumar. Fyrir um viku fannst fótur af bronspotti í gólfi biskupastofu frá miðöldum. Líklega var þetta skrautgripur, en ekki hafa fundist margir pottar þessarar gerðar á Norðurlöndum. Innsiglishringur úr bronsi, líklega frá 17. eða 18. öld, fannst á Hólum í fyrra. Nú er búið að hreinsa og forverja hringinn sem er merktur stöfunum HG, en ekki er vitað um eiganda hans. MYNDATEXTI Fornleifar Rannsókninni á Hólum í Hjaltadal er haldið áfram. Hús sem talið er hafa verið íbúðarhús Guðbrands biskups hefur m.a. komið í ljós.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar