Friðrik V opnar á Akureyri

Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson

Friðrik V opnar á Akureyri

Kaupa Í körfu

KAUPVANGSSTRÆTI 6 var að miklu leyti tekið í notkun í gær eftir endurbætur og mun nú hýsa veitingastaðinn Friðrik V. Húsið er breytt að innan jafnt sem utan, en ytra heldur það að stórum hluta af upprunalegu útliti sínu. Á efri hæð hússins, sem búið er að taka í notkun, er veitingasalur, veislusalur, bar, eldhús, starfsmannaaðstaða, móttaka og salerni. Á neðri hæðinni verður sælkeraverslun og hádegisverðarstaður, en lokið verður við að innrétta þá hæð í mánaðarlok, að sögn Arnrúnar Magnúsdóttur, annars eiganda veitingastaðarins Friðriks V. MYNDATEXTI Ánægður Friðrik V. Karlsson tekur við heillaóskum og blómagjöf úr hendi Halldórs Jóhannssonar, framkvæmdastjóra KEA.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar