Framkvæmdir við nýja sundlaug hafnar

Jón Sigurðsson

Framkvæmdir við nýja sundlaug hafnar

Kaupa Í körfu

Á miðvikudaginn hófust framkvæmdir við nýja útisundlaug á Blönduósi. Það er fyrirtækið Ósverk á Blönduósi sem sér um uppgröft fyrir grunni en tilboð í uppsteypu sundlaugar verða opnuð á mánudaginn kemur. Ágúst Þór Bragason, umsjónarmaður tæknideildar Blönduóss, sagði að stefnt væri að því að sundlaugin yrði komin í gagnið næsta sumar. MYNDATEXTI Sundlaug Ósverk á Blönduósi er lagt af stað með grunn að 25 metra útilaug.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar