Esjan snjóskaflinn að hverfa

Brynjar Gauti

Esjan snjóskaflinn að hverfa

Kaupa Í körfu

SNJÓSKAFLINN í Gunnlaugsskarði vestan við Kistufell í Esjunni hefur hopað hratt síðustu daga og er nú nær öruggt að hann bráðni með öllu á næstunni, enn eitt árið. Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, segir skaflinn ágætan mælikvarða á hitasveiflur. Frá síðari hluta 19. aldar fram til 1929, eða þar um bil, hafi skaflinn aldrei bráðnað. Fram til 1960 hafi hann horfið mörg árin, en síðan aldrei fram til aldamóta. Síðan hafi hann alltaf bráðnað MYNDATEXTI Hopar Nokkuð gekk á snjóskaflinn í Gunnlaugsskarði í gær, enda hitinn á höfuðborgarsvæðinu vel yfir tuttugu stigin.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar