Víkingur - Haukar

Víkingur - Haukar

Kaupa Í körfu

ÞAÐ var ágætlega mætt í Víkina í blíðviðrinu í gærkvöldi þar sem Haukar gerðu góða ferð og lögðu heimamenn, Víking í Reykjavík, að velli, 2:1, í 1. deild karla í knattspyrnu. Fyrir leikinn munaði aðeins þremur stigum á liðunum og hefði Víkingur farið með sigur af hólmi hefði liðið jafnað við Hauka að stigum. Sú varð ekki raunin og sitja Haukar því sem fastast í 4. sæti 1. deildar karla í knattspyrnu með 24 stig að loknum 14 leikjum, þremur stigum á eftir Stjörnunni sem er í 3. sæti. MYNDATEXTI Tækling Haukar gáfu ekkert eftir gegn Víkingum í gær og uppskáru sigur

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar