Auglýsingbílar við Kollafjörð

Auglýsingbílar við Kollafjörð

Kaupa Í körfu

Í DRÖGUM að nýrri lögreglusamþykkt fyrir Reykjavíkurborg, sem lögð var fram í borgarráði fyrr í sumar, eru nokkur nýmæli frá gildandi lögreglusamþykkt, m.a. þau að svonefndir „auglýsingabílar“ verða bannaðir nema með leyfi byggingafulltrúa. Þar er um að ræða bann við óleyfilegum auglýsingaskiltum á almannafæri sem hingað til hefur ekki náð til yfirgefinna bíla með auglýsingaskiltum. Í bréfi skrifstofu borgarstjórnar til borgarráðs segir að auglýsingabílum hafi fjölgað og þeir séu til lýta í umhverfinu auk þess sem þeir trufli umferð. MYNDATEXTI Lögreglusamþykkt Borgin er ekki hrifin af bílum sem þessum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar