Lopi

Friðrik Tryggvason

Lopi

Kaupa Í körfu

Einu sinni var bara til íslensk ull í sauðalitunum. Lopapeysan íslenska, og það þarf ekkert að blessa minningu hennar, því hún lifir enn góðu lífi, var lengi vel eins og íslenska sjónvarpið í árdaga sína. Litirnir svart/hvítir og runnu saman í mismunandi gráa tóna á skjánum. Hin hefðbundna lopapeysa á það líka sameiginlegt sjónvarpinu að hafa komið fram á svipuðum tímabili tuttugustu aldarinnar, þeim sjötta og sjöunda. Á áttunda áratugnum urðu litirnir allsráðandi á skjánum hér á landi en ullin hélt sínum lit þótt sjónvarpið breytti sínum. MYNDATEXTI Klassísk Ný útgáfa af handprjónuðum, íslenskum lopapeysum úr Rammagerðinni. Peysan kostar 12.500 kr. en húfan, sem er eftir Eddu 3.990 kr

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar