ÍA - Honka

Brynjar Gauti

ÍA - Honka

Kaupa Í körfu

HELGI Pétur Magnússon hefur leikið sem miðjumaður hjá ÍA í sumar en í sínum fyrsta leik undir stjórn Arnars og Bjarka Gunnlaugssona, gegn Honka í gær, var honum stillt upp í miðverði og þar stóð hann sig frábærlega. Svo vel reyndar að hann var að öðrum ólöstuðum maður leiksins. Hann sá til þess að Skagavörnin gat leikið mjög framarlega og ef rangstöðutaktíkin klikkaði elti hann einfaldlega sóknarmenn Honka uppi. Helgi Pétur olli einnig miklum usla í föstum leikatriðum og skoraði fyrra mark ÍA með góðum skalla.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar