William J. Warner

Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson

William J. Warner

Kaupa Í körfu

Þegar fólk hefur fötlun sker það sig oft úr. Á hjólinu fell ég hins vegar í hópinn og er meira að segja oft spurður hvers vegna ég hjóli með höndunum. Alltaf þegar fólk horfir á mig hjóla þá brosir það líka sem er skemmtilegt,“ segir William J. Warner uppfinningamaður. Hann fann upp Avid-klippiforritið og er nú á Íslandi með sérsmíðað reiðhjól sem hann hannaði, því hann hefur ekki mátt í fótum til að knýja hefðbundin reiðhjól. Hann segir frelsi fylgja hjólinu. Það sé mjög nett og hægt að hjóla á því inn í hús og auðvelt að ráða við það í torfærum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar