Brynja og Tolli í Vallarhjáleigu

Brynja og Tolli í Vallarhjáleigu

Kaupa Í körfu

Að aka upp heimreiðina að Vallarhjáleigu er eins og að keyra inn í furðuveröld. Innan um þéttan trjágróður leynist töfrandi og kannski örlítið skrítinn staður sem ber karaktereinkenni eigenda sinna afar vel. MYNDATEXTI Eldhúsið Rauður ofn á miðju eldhúsgólfi er aðalkynding hússins. Eldhúsinnréttinguna skreytti Brynja. *** Local Caption *** Veggur leikfangabíla Eitt af fyrstu hugsunum sem fara af stað þegar komið er á Vallarhjáleigu snertir þrifnað – hvernig fara hjónin að því að þrífa alla þessa hluti í þessu gríðarstóra húsi? „Við fengum góða jólagjöf frá börnum okkar,“ segir Brynja sposk og sýnir myndabók sem börnin þeirra fjögur höfðu búið til. Yfirskrift bókarinnar er „Hvað á að gefa fólki sem á allt?“ Hvað skyldi okkur hafa dottið í hug? „Jú, þau gáfu okkur vinnuhelgi og komu hérna öll í vinnugöllunum og tóku til, þrifu, máluðu, rifu niður veggi og byggðu nýja. Það var dásamlegt.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar