Brynja og Tolli í Vallarhjáleigu

Brynja og Tolli í Vallarhjáleigu

Kaupa Í körfu

Að aka upp heimreiðina að Vallarhjáleigu er eins og að keyra inn í furðuveröld. Innan um þéttan trjágróður leynist töfrandi og kannski örlítið skrítinn staður sem ber karaktereinkenni eigenda sinna afar vel. MYNDATEXTI Hugmyndaflug Brynja og Tolli eiga fjögur börn og ellefu barnabörn sem venja að sjálfsögðu komur sínar í Vallarhjáleigu, enda er staðurinn eins og stór leikvöllur fyrir börnin. „Hér eru smíðakofar, nóg af leikföngum og hjól í öllum stærðum,“ segir Tolli. „Ef hjólin verða ónothæf mála ég þau og hef þau sem punt,“ segir Brynja enda finnst henni óþarfi að henda hlutum ef þeir geta verið til skrauts. *** Local Caption *** Veggur leikfangabíla Eitt af fyrstu hugsunum sem fara af stað þegar komið er á Vallarhjáleigu snertir þrifnað – hvernig fara hjónin að því að þrífa alla þessa hluti í þessu gríðarstóra húsi? „Við fengum góða jólagjöf frá börnum okkar,“ segir Brynja sposk og sýnir myndabók sem börnin þeirra fjögur höfðu búið til. Yfirskrift bókarinnar er „Hvað á að gefa fólki sem á allt?“ Hvað skyldi okkur hafa dottið í hug? „Jú, þau gáfu okkur vinnuhelgi og komu hérna öll í vinnugöllunum og tóku til, þrifu, máluðu, rifu niður veggi og byggðu nýja. Það var dásamlegt.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar