Hljómleikar í Laugardal

Hljómleikar í Laugardal

Kaupa Í körfu

TALIÐ er að um fjögur þúsund manns hafi lagt leið sína í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardal á sunnudagskvöldið, en þar komu hljómsveitirnar Ingó & Veðurguðirnir, Nýdönsk og Stuðmenn fram. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum rigndi töluvert á tónleikagesti sem voru þó flestir við öllu búnir. Þegar leið á kvöldið stytti hins vegar upp, viðstöddum til mikillar ánægju. Góður rómur var annars gerður að tónleikunum sem þóttu heppnast vel. MYNDATEXTI Óhress? Ekki er vitað hvort þessi ungi maður var ósáttur við dagskrána.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar