Hljómleikar í Laugardal

Hljómleikar í Laugardal

Kaupa Í körfu

TALIÐ er að um fjögur þúsund manns hafi lagt leið sína í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardal á sunnudagskvöldið, en þar komu hljómsveitirnar Ingó & Veðurguðirnir, Nýdönsk og Stuðmenn fram. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum rigndi töluvert á tónleikagesti sem voru þó flestir við öllu búnir. Þegar leið á kvöldið stytti hins vegar upp, viðstöddum til mikillar ánægju. Góður rómur var annars gerður að tónleikunum sem þóttu heppnast vel. MYNDATEXTI Bahama? Ingó & Veðurguðirnir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar