Heiðar Davíð Bragason

Heiðar Davíð Bragason

Kaupa Í körfu

BOÐIÐ var upp á glæsileg tilþrif á lokaholunum á Seltjarnarnesinu í gær, þegar Nesklúbburinn og DHL héldu sitt árlega styrktarmót, Einvígið á Nesinu. Heiðar Davíð Bragason GR, hefur löngum þótt skæður í stutta spilinu og undirstrikaði það í gær. Hann tryggði sér sigurinn með því að fá fugla á síðustu þremur holunum. MYNDATEXTI Einbeittur úr GR skoðar púttlínuna á 9. flöt á Nesvellinum. Hann setti púttið niður fyrir fugli og tryggði sér sigurinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar