Þróttur - Fram

Þróttur - Fram

Kaupa Í körfu

ÞAÐ stefndi allt í fjórða sigur Framara í röð í Landsbankadeildinni þegar liðið sótti Þróttara heim á Valbjarnarvöll í gærkvöld. Fram var 1:0 yfir og var á góðri leið með að halda marki sínu hreinu enn einn ganginn en á lokamínútunum fengu Þróttarar vítaspyrnu og úr henni skoraði Hjörtur Júlíus Hjartarson. MYNDATEXTI Táin Dennis Danry, danski miðjumaðurinn hjá Þrótti, virðist koma Norðfirðingnum í liði Fram, Halldóri Hermanni Jónssyni, í opna skjöldu með því að lauma tánum fram fyrir hann. Það var ekkert gefið eftir í baráttunni í góðu veðri á Valbjarnarvelli í gærkvöldi og liðin skildu að lokum jöfn, 1:1.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar