Suðurlandsvegur alvarlegt slys

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Suðurlandsvegur alvarlegt slys

Kaupa Í körfu

KARLMAÐUR liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir harðan árekstur á Suðurlandsvegi á tíunda tímanum í gærmorgun. Maðurinn sem er á fimmtugsaldri ók jeppabifreið – í átt að Hveragerði frá Selfossi – sem hafnaði framan á hópferðabíl. Hann er með lífshættulega höfuðáverka og er haldið sofandi í öndunarvél. Tveir aðrir voru fluttir á slysadeild með töluverð meiðsli, þó ekki eins alvarleg. Þá þurftu nokkrir farþegar hópferðabílsins aðhlynningu. MYNDATEXTI Slysstaður Þyrla Landhelgisgæslu Íslands var m.a. kölluð til vegna slyssins í gærmorgun. Af myndinni má vel sjá hversu þröngur vegurinn er og vegaxlir duga ekki til ef ökumenn kjósa að víkja fyrir bifreiðum sem taka fram úr.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar