70 ára brúðkaupsafmæli

70 ára brúðkaupsafmæli

Kaupa Í körfu

Þegar Ragnheiður Jónsdóttir frá Gilsfjarðarbrekku í Geiradalshreppi og Trausti Guðjónsson frá Skaftafelli í Vestmannaeyjum komu heim eftir ársdvöl í Noregi þótti þeim tímabært að láta gefa sig saman. „Við giftum okkur hjá sr. Sigurjóni Árnasyni í Ofanleiti og konan hans söng. Það var heilög stund og falleg,“ segir Ragnheiður. Nú, sléttum 70 árum síðar, deila Ragnheiður og Trausti enn sömu sæng og fagna í dag platínubrúðkaupi. MYNDATEXTI Bestu vinir í 70 ár „Við erum hamingjusamari núna en þegar við vorum trúlofuð. Við höfum kynnst hvort öðru vel og staðið af okkur erfiðleika. Að lokum getum við alltaf talað saman eins og vinir,“ segir Ragnheiður um samband sitt við Trausta, eiginmann sinn til sjötíu ára.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar