Tískumyndir

Tískumyndir

Kaupa Í körfu

EITT af stærstu vandamálunum við það að fara aftur í skólann er að tolla í tískunni. Alls kyns bylgjur dynja á fatabúðum landsmanna og getur verið erfitt að sjá fyrir hvað verður ofan á í vetur. Sumir misreikna sig algjörlega og mæta óendanlega hallærislegir á fyrsta degi í fötum sem fóru úr tísku í byrjun sumars. MYNDATEXTI Fyrir unga herramenn sem vilja vera hæfilega frjálslegir í fasi en engu að síður með virðulegt yfirbragð er um að gera að nota skyrtu-og-peysu samsetninguna. Góður vindjakki yfir kórónar útlitið og hægt er að svipta af lögum eftir veðri. Hann er í jakka (30.900) og skóm (14.990) og skyrtu (21.900 m. 50% afsl.) frá Fred Perry, gallabuxum frá Cheap Monday (6.900), og í peysu frá Marc Jacops (23.900).

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar