Tískumyndir

Tískumyndir

Kaupa Í körfu

EITT af stærstu vandamálunum við það að fara aftur í skólann er að tolla í tískunni. Alls kyns bylgjur dynja á fatabúðum landsmanna og getur verið erfitt að sjá fyrir hvað verður ofan á í vetur. Sumir misreikna sig algjörlega og mæta óendanlega hallærislegir á fyrsta degi í fötum sem fóru úr tísku í byrjun sumars MYNDATEXTI Það fylgir brettatískunni að hafa fötin ekki allt of aðsniðin. Svo skemmir ekki fyrir að fullkomna lúkkið með smá litasamræmingu eins og sést með fjólubláa þemanu sem endurtekið er frá toppi niður í tær. Hann er í snjóbrettaúlpu (29.990) og gallabuxum (19.990) og með tösku (8.990) frá Billabong, í bol frá Element (2.990) og skóm frá Adio (9.990), svo er það auðvitað húfan (4.390). Það er gott að geta klætt sig í senn smekklega og í samræmi við veður. Þessi sportlegi jakki gegnir því hlutverki ágætlega. Skórnir eru svo hafðir hálfóreimaðir svona til að sýna hvað maður er afslappaður og hress

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar