Tískumyndir

Tískumyndir

Kaupa Í körfu

EITT af stærstu vandamálunum við það að fara aftur í skólann er að tolla í tískunni. Alls kyns bylgjur dynja á fatabúðum landsmanna og getur verið erfitt að sjá fyrir hvað verður ofan á í vetur. Sumir misreikna sig algjörlega og mæta óendanlega hallærislegir á fyrsta degi í fötum sem fóru úr tísku í byrjun sumars MYNDTEXTI Íslensk skólabörn fara á mis við að vera í skólabúningi í grunnskóla og koma ungir piltar því oft út í lífið án þess að kunna að hnýta bindishnút. Er ekki kominn tími til að hækka aðeins standardinn í skólastofunni og vera virðulega klæddur svona einu sinni? Þá er stafurinn einstaklega hagnýtur í hálku. Þú hverfur ekki í fjöldann í frímínútum í þessu dressi. Hann er í jakkafötum (44.900), skyrtu (10.900), skóm (12.900), bindi (2.900), með staf (3.900) og vasaklút (1.900).

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar