Tískumyndir

Tískumyndir

Kaupa Í körfu

EITT af stærstu vandamálunum við það að fara aftur í skólann er að tolla í tískunni. Alls kyns bylgjur dynja á fatabúðum landsmanna og getur verið erfitt að sjá fyrir hvað verður ofan á í vetur. Sumir misreikna sig algjörlega og mæta óendanlega hallærislegir á fyrsta degi í fötum sem fóru úr tísku í byrjun sumars MYNDATEXTI Gráar buxur koma sér vel í slabbinu og passa merkilega vel við alls kyns liti. Þá eru svartir skór líklega praktískari kostur í vetrarveðrum og skemmri ekki fyrir að þeir séu bæði hlýir og sterkbyggðir. Mikið atriði er að eiga léttan jakka til að brúa bilið milli léttra flíka sumarsins og þungra flíka vetrarins og er þá þessi svarti alveg tilvalinn. Trefillinn er svo ómissandi og gerir alla menn gáfulegri. Hann er í jakka (59.980), peysu (16.980), skyrtu (12.980), buxum (19.980) og skóm (19.980) öllum frá Hugo.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar