Jóhann Vilhjálmsson hnífasmiður

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Jóhann Vilhjálmsson hnífasmiður

Kaupa Í körfu

Jóhann notar mest hreindýrahorn í skeftin á hnífunum enda segir hann það „besta, léttasta, fallegasta og sterkasta efnið sem völ er á.“ Hann er þó gjarnan með annars konar bein með, og þá stundum af býsna framandi uppruna. Meðal annars má sjá hnífa sem skarta beinum úr mammút, fíl, flóðhesti, hval og buffaló, svo eitthvað sé nefnt. „Ég hef fengið þetta efni hér og þar á mínum ferðum. Flóðhestatönnina fékk ég t.d. frá leiðsögumanni þegar ég var á veiðum í Suður-Afríku og fílabeinið fann ég í gamalli fornbókaverslun þar sem mér var boðið það til kaups fyrir 6000 krónur. Ég var ekki lengi að ganga að því tilboði.“ Þá hafa gamlir brennivínspelar úr silfri endað í hnífunum sem felling í skeftum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar