Skerjafjarðarhátíð

Friðrik Tryggvason

Skerjafjarðarhátíð

Kaupa Í körfu

UNGIR sem aldnir skemmtu sér prýðilega um helgina á árlegri hátíð Prýðifélagsins Skjaldar, félags íbúa Skerjafjarðar sunnan flugvallar. Að öðrum atriðum ólöstuðum var hápunkturinn fótboltakeppni barna, sem Pétur Marteinsson, meistaraflokksmaður í KR, stýrði af miklum myndarskap. Um kvöldið var svo komið að þeim fullorðnu, sem grilluðu og skemmtu sér fram eftir kvöldi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar