Ólafur Eggertsson,

Helgi Bjarnason

Ólafur Eggertsson,

Kaupa Í körfu

Íslenskt heilhveiti kemur á markaðinn í haust. Hveiti hefur verið ræktað á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum í fimm ár með góðum árangri. Hingað til hafa kýrnar á bænum einar notið uppskerunnar. Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, hefur sáð svokölluðu vetrarhveiti í akra sína síðustu sex ár. Hann sáir um mitt sumar svo að fræið nái að spíra fyrir veturinn. Jurtin leggst síðan í dvala yfir veturinn en nær fullum þroska haustið eftir. „Það má ekki sá of snemma, því þá fer plantan að vaxa og undirbúa fræmyndun og verður ónýt, og heldur ekki of seint því þá drepst hún líka,“ segir Ólafur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar