Sigrún Ágústsdóttir námsráðgjafi

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Sigrún Ágústsdóttir námsráðgjafi

Kaupa Í körfu

Rétt eins og farfuglarnir boða vorið eru lítil kríli og stærri krakkar með skólatöskur ótvírætt merki um að sumri sé farið að halla. Eftir ævintýri sumarsins eru margir spenntir að hitta skólafélagana en alltaf er einn og einn sem gengur um með stein í maganum yfir því að skólinn sé að byrja. Sigrún Ágústsdóttir, námsráðgjafi í Réttarholtsskóla, telur mikilvægt fyrir foreldra að fylgjast með slíkum kvíða hjá börnum sínum og taka mark á áhyggjum þeirra. „Foreldrar mega ekki gera lítið úr kvíða barnsins heldur reyna eftir fremsta megni að fá það til að tjá sig um þessar áhyggjur og gera svo eitthvað í því,“ segir hún. MYNDATEXTI Námsráðgjafinn Sigrún Ágústsdóttir segir mikilvægt að foreldrar taki skólakvíða barna sinna alvarlega.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar