Lárus Jóhannesson

Valdís Þórðardóttir

Lárus Jóhannesson

Kaupa Í körfu

Ég er svo heppinn að vera umvafinn tónlist frá morgni til kvölds. Oft hlusta ég mér til ánægju en svo koma ákveðin tímabil í tónlistarsögunni, tónskáld eða form sem ég tek fyrir af alvöru. Í hlustaranum er einmitt slíkt safn. Um er að ræða 21 disks sett sem heitir 200 ár af tónlist í Versölum. Þarna má heyra brot af gullöld franskrar barokktónlistar sem er mér mjög hugleikin, og hljómaði á tímum konunganna fjögurra sem allir báru sama nafnið, Loðvík 13.-16. Farið er í gegnum söguna í tímaröð og hefur hver diskur ákveðna skírskotun, t.d. Lully – faðir franskrar óperu, Konunglega kapellan á dögum Loðvíks 14. Sólkonungs, Ítalirnir við frönsku hirðina o.s.frv MYDNATEXTI Jóhannes Hann mælir með 21 disks setti sem heitir 200 ár af tónlist í Versölum, eða gullöld franskrar barokktónlistar

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar