Fylkir - Þróttur knattspyrna karla

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Fylkir - Þróttur knattspyrna karla

Kaupa Í körfu

Leifur Sigfinnur Garðarsson þjálfari Fylkis var alls ekki sáttur með jafnteflið þegar Morgunblaðið ræddi við hann eftir markalaust jafntefli Þróttar og Fylkis í gær. „Nei, ég er alveg hundóánægður með að landa ekki sigri. Mér fannst við yfirspila Þróttarana bæði í fyrri hálfleik og seinni hálfleik. Okkur tókst bara ekki að setja mark. Bjarki varði líka vel í marki Þróttar en það voru í sjálfu sér ekkert rosaleg skot sem hann var að fá á sig. Sóknir okkar í leiknum voru mjög góðar og frambærilegar. Það er reyndar spurning hvort menn tóku réttar ákvarðanir í öllum sóknum og hvort menn skutu á markið fyrr en þeir hefðu átt að gera. Hins vegar tókst engum að reka endahnútinn á neina af þessum sóknum og skora mark og það er nú það sem þetta gengur út á,“ sagði Leifur *** Local Caption *** Leifur Garðarsson, Fylkir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar