Fundur foreldraráðs í Hvaleyrarskóla

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Fundur foreldraráðs í Hvaleyrarskóla

Kaupa Í körfu

Í HVALEYRARSKÓLA var í gærkvöldi haldinn íbúafundur vegna fyrirhugaðrar tengingar Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar við Suðurbraut. Fundurinn var vel sóttur en deiliskipulagið hefur sætt töluverðri gagnrýni þar sem því er haldið fram að umferð um Suðurbraut muni stóraukast. Við götuna standa Hvaleyrarskóli og tveir leikskólar og telja andstæðingar breytinganna að þær muni rýra öryggi barna sem fara um svæðið. Íbúar tóku margir hverjir til máls og voru skiptar skoðanir á málinu

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar