Pétur Grétarsson

Valdís Thor

Pétur Grétarsson

Kaupa Í körfu

ÞETTA er annað árið í röð sem Pétur Grétarsson stjórnar Jazzhátíð Reykjavíkur, en hann stýrði henni fyrst árið 1990. Hann hefur leikið á flestum hátíðunum frá upphafi og er því öllum hnútum kunnugur. Hátíðina í ár segir Pétur einkennast af mikilli fjölbreytni. „Hún lýsir sér í því að við erum með fjölbreyttari dagskrá á hverjum tónleikum og gjarnan tvær hljómsveitir að spila. Ég held að fyrir venjulegt fólk, þótt það sé forvitið og spennt fyrir nýjum hlutum, þá sé það alveg nóg að fá svona 40 mínútur frá hverjum listamanni.“ MYNDATEXTI Djassstjórinn „Það er alltaf mjög þungt að snúa drusluna í gang í byrjun,“ segir Pétur Grétarsson. Næstu daga verða 23 tónleikar á Jazzhátíð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar