Helga Margrét Þorsteinsdóttir.

hag / Haraldur Guðjónsson

Helga Margrét Þorsteinsdóttir.

Kaupa Í körfu

FRJÁLSÍÞRÓTTASTÚLKAN Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni heldur áfram að gera það gott. Vann hún hvorki meira né minna en átta keppnisgreinar á Meistaramóti Íslands í frjálsum 15-22 ára sem fram fór um helgina á Sauðárkróki. Frjálsíþróttasveit ÍR vann stigakeppni mótsins enn á ný nokkuð afgerandi með 409 stigum en næst kom sveit FH með 314 stig og þá sveit UFA með 222 stig. Er þetta svipuð staða og varð á sama móti fyrir ári sem ÍR vann einnig með góðum mun; 481 stig móti 372 stigum FH en þá náði sveit HSÞ þriðja sætinu. Þá varð sveit UFA í sjötta sætinu með 134 stig og hefur því bætt sig verulega milli ára. MYNDATEXTI Helga Margrét Þorsteinsdóttir

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar