Guðmundur Ingi Þorvaldsson

Guðmundur Ingi Þorvaldsson

Kaupa Í körfu

BÖRN lenda í svo mörgu sem fullorðna fólkinu finnst erfitt að tala um. Þessi hugmynd er búin að vera með mér lengi því í sveitinni þar sem ég er fæddur og alinn og upp, í Reykholtsdal í Borgarfirði, var svolítið um það að börn væru send þangað í skóla, börn sem gátu ekki búið heima hjá sér og voru send í fóstur. Og fyrir svona sveitastráka eins og mig, sem alltaf hafa haft það gott, voru þessar sögur þessara nýju félaga manns með ólíkindum, maður náði ekki utan um þær fyrr en mörgum árum seinna,“ segir Guðmundur Ingi Þorvaldsson um barnaplötuna Sagan af Eyfa, sem er að vísu sögð bönnuð börnum. MYNDATEXTI Sanngjarnt uppeldi „Ef foreldrar koma börnum sínum skammlaust til manns þá eru foreldrar og börn kvitt. Það finnst mér sanngjarnt,“ segir Guðmundur Ingi í inngangsorðum sögubókarinnar sem fylgir plötunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar