Fram - Þorvaldur Örlygsson

Fram - Þorvaldur Örlygsson

Kaupa Í körfu

ÞORVALDUR Örlygsson, þjálfari Fram, var glaður í leikslok eftir 3:1-sigurinn á Fjölni, eins og við mátti búast. Fram hefur mikið verið gagnrýnt fyrir að spila bara leiðinlegan varnarbolta í sumar en sýndi í gær að liðið getur vel leikið skemmtilegan sóknarbolta. „Þetta byggist allt upp á góðum og sterkum varnarleik. Þetta er alveg eins og hjá handboltalandsliðinu okkar. Ef varnarleikurinn smellur er allt hægt. Vörnin er því undirstöðuatriðið og svo þarf auðvitað að spila góðan sóknarleik þegar menn hafa boltann og sækja fram völlinn,“ sagði Þorvaldur við Morgunblaðið. MYNDATEXTI Þorvaldur Örlygsson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar