Busavígsla FB í Þjóðhátíðarlundinum í Heiðmörk

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Busavígsla FB í Þjóðhátíðarlundinum í Heiðmörk

Kaupa Í körfu

BUSAR eru teknir í gegn með skipulögðum hætti um allt land þessa dagana og er Fjölbrautaskólinn í Breiðholti engin undantekning. Þar voru nýnemar settir í harða herþjálfun í Þjóðhátíðarlundi Heiðmerkur í gær og þurftu meðal annars að sýna styrk sinn og þol enda harður sprettur á menntaveginum framundan. Af einstakri umhyggju sinni klæddu eldri nemendur busana í bleyjur því ekki er víst hægt að reiða sig á að nýliðarnir séu orðnir kassavanir, en það er vonandi eitt af því sem lærist áður en stúdentsprófið er í höfn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar