Tindersticks á Nasa

Tindersticks á Nasa

Kaupa Í körfu

ÉG held barasta að ég hafi aldrei upplifað jafnmikla ró og þögn inni á Nasa og þegar Tindersticks hófu leik sinn. Staðurinn er rómaður fyrir að gefa rólyndislegri tónlistarmönnum langt nef með glasaglamri og skvaldri, en það er eins og eftirvænting tónleikagesta hafi borið bölvunina ofurliði; fyrsta heimsókn þessarar hálfgoðsagnakenndu hljómsveitar til landsins fimmtán árum eftir að hún var stofnuð hafi verið næstum heilög í huga viðstaddra. Og það var eitthvað fallegt við að vera í sal þar sem allir voru sem einn og hugir allra samstilltir. MYNDATEXTI Samkennd Það var eitthvað fallegt við að vera í sal þar sem allir voru sem einn og hugir allra samstilltir.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar