Blaðamannafundur Barnaheilla

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Blaðamannafundur Barnaheilla

Kaupa Í körfu

Barnaheill, Save the Children og rithöfundar víða um heim hafa tekið höndum saman og hvetja til aðgerða til að tryggja öllum börnum skólagöngu fyrir árið 2015, en það er eitt af þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Rithöfundarnir hafa skrifað undir bréf, til leiðtoga ríkja heims og Ban-Ki Moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, um að herða róðurinn í baráttu gegn ólæsi og skorti á menntun. Pétur Gunnarsson, rithöfundur, afhenti Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra áskorunina með undirskrift 45 íslenskra rithöfunda, en utanríkisráðherra og forsætiráðherra sækja Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna síðar í mánuðinum þar sem þúsaldarmarkmiðin verða til umræðu. Íslensk ungmenni voru viðstödd athöfnina í Þjóðmenningarhúsinu

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar