Karl Georg Sigurbjörnsson mætir í Héraðsdóm
Kaupa Í körfu
Ákæra á hendur Karli Georg Sigurbjörnssyni hæstaréttarlögmanni fyrir fjársvik var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Hann neitaði sök í málinu. Karli Georg er gefið að sök að hafa hagnýtt sér ranga hugmynd Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi ríkisendurskoðanda, um að það hámarksverð sem væntanlegir kaupendur væru tilbúnir að greiða Sigurði og fjórum öðrum fyrir tíu stofnbréf þeirra í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Karl á að hafa sagt að verðið væri 25 milljónir króna á hvert bréf. Í ákærunni kemur fram að Karl Georg hafi þá þegar samið við væntanlega kaupendur bréfanna um að selja þeim bréfin á 45 milljónir króna stykkið. Þannig er hann talinn hafa haft af fimmmenningunum 200 milljónir króna. Sparisjóður Hafnarfjarðar sameinaðist síðar Sparisjóði vélstjóra og tók upp nafnið Byr. Í lok ágúst var samþykkt að breyta Byr í hlutafélag.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir