Busasvígsla í MA

Skapti Hallgrímsson

Busasvígsla í MA

Kaupa Í körfu

BUSAR hafa þurft að leika ýmsar listir undir stjórn fjórðubekkinga, t.d. að sýna dans- og söngatriði í kvosinni, farið í þrautakeppni þar sem m.a. þurfti að hreinsa tyggjó af stéttinni við Hóla, gera armbeygjur og þrífa bíla fjórðubekkinga. Síðan voru busarnir dregnir í dilka og nýliðunum tilkynnt að þeir væru ekki lengur busar heldur nýnemar og boðnir velkomnir í skólann – stóð þá „businn“ uppi á fimleikakistu og var hrint niður af henni, afturábak – en nokkrir vaskir sveinar sáu um að grípa viðkomandi og sjá til þess að engum yrði meint af. Að lokum var farið í göngu um bæinn og endað á því að ganga upp menntaveginn svokallaða, göngustíg frá Samkomuhúsinu upp að Menntaskóla.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar