Ljósmæður semja

Ljósmæður semja

Kaupa Í körfu

ÞAÐ VAR létt yfir samninganefnd ljósmæðra er hún gekk inn í hús ríkissáttasemjara um tvöleytið í gær, enda ljóst að samkomulag hafði náðst í kjaradeilu þeirra og ríkisins. „Við erum sáttar við þetta. Þetta er enginn fullnaðarsigur en stórt skref,“ sagði Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, þegar niðurstaðan hafði verið tilkynnt með formlegum hætti í Karphúsinu. Hún bætti hins vegar við að enn væru nokkur skref eftir. „Við eigum svona 10% í land til þess að vera jafnokar hinna, okkur sambærilegra stétta.“ MYNDATEXTI Mikil gleði ríkti í Karphúsinu í gær þegar samningar á milli ríkisins og ljósmæðra var í höfn. Og eins og lög gera ráð fyrir voru bakaðar vöfflur auk þess sem skálað var í freyðivíni í tilefni dagsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar