Póesíbók sem Halldór Laxness skrifaði í

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Póesíbók sem Halldór Laxness skrifaði í

Kaupa Í körfu

MÉR finnst flest benda til þess að hér sé kominn elsti varðveitti kveðskapur Halldórs Laxness, nema einhver kannist við þær sem eldra höfundarverk eða þjóðvísur,“ segir Halldór Guðmundsson rithöfundur um vísurnar sem skrifaðar eru í póesíbók, minningabók þess tíma, sem geymd er í fjölskylduhúsi við Vegamótastíg. Húsráðandinn Trausti Þór Sverrisson varðveitir bókina sem amma hans, Þórdís Dagbjört Davíðsdóttir, fékk skrautritaða í 11 ára afmælisgjöf, 7. október 1914. Halldór skrifaði í hana fyrstur allra það haust, þá 12 ára gamall: MYNDATEXTI Á unglingsárunum skrifaði Halldór Laxness undir nafninu Snær Svinni. Í póesíbókinni á Vegamótastíg er að finna aðrar vísur eftir hann undir því nafni. Þær orti Halldór 14 ára og sá kveðskapur birtist í Morgunblaðinu 13. júní árið 1916.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar