Fjólublátt áfram

Fjólublátt áfram

Kaupa Í körfu

HANN kom eins og gusa úr óvæntum regnboga, öðruvísi og af krafti. Og það var svo langt síðan síðast. Óralangt. Fjólublái liturinn er draumur í dós fyrir dreymandi dísir og fallegar fjólur. Þessi samsuða rauða og bláa ljóssins slær út með títuprjóni allar aðrar tískubólur haustsins. Fjólublátt skal það vera. Í gardínum, púðum, myndum, stólum, blómapottum, vösum og gerviblómum. Það er eitthvað virkilega rafmagnað við þennan lit. Ekki aðeins hefur hann alltaf þótt konunglegur heldur þykir hann í kínverskum fræðum endurspegla hvorki meira né minna en sameiningu veraldarinnar, þar sem hann er samsettur úr áðurnefndum litum, rauðum (jing) og bláum (jang). Það er ekki amalegt að skreyta heimili sitt með slíkum regnbogans lit MYNDATEXTI Vasi Fjólublár blómavasi á náttborðið, undir blóm eða seríur, 4.243 kr. Bo Concept.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar