Skuld og Verðandi

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Skuld og Verðandi

Kaupa Í körfu

Íslensk hönnun, fótbolti og viðskipti... hvernig fer þetta þrennt saman? Auðveldlega að sögn Kjartans Sturlusonar sem er á kafi í þessu öllu; hann ver markið hjá Íslandsmeisturum Vals og landsliðsins, er viðskiptafræðingur og stofnaði netverslunina Birkiland síðastliðið vor ásamt Ingva Þór Guðmundssyni til að koma íslenskri hönnun á framfæri. Hjá Birkilandsmönnum stendur nú fyrir dyrum að opna verslun með allar vörurnar af vefnum á boðstólum en þó ekki nema í þrjár vikur. Hún verður opnuð laugardaginn 4. október og á að ná í skottið á gestum tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves. Búðin verður eins konar sambland af hönnunarverslun og hönnunarsýningu og verður til húsa á Laugavegi 51 á tveimur hæðum, í bókaversluninni Skuld og flæðir yfir á neðri hæðina í Galleríi Verðandi. Því skal þó haldið til haga að hönnunarbúðin gengur ekki undir nafninu Urður, nafni þriðju skapanornarinnar. MYNDATEXTI Birkiland Kjartan Sturluson og Ingvi Þór Guðmundsson ætla að lífga upp á Laugaveginn með hönnunarverslun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar