Skólatöskufyrirlestur í Engjaskóla

Skólatöskufyrirlestur í Engjaskóla

Kaupa Í körfu

Þau Ólöf Helga Sigurðardóttir og Kristófer Örn Gröndal eru bæði í 2. bekk í Engjaskóla. Þau sögðu okkur frá skólatöskufyrirlestri sem iðjuþjálfar héldu fyrir bekkinn þeirra. „Við erum núna búin að læra hvað skólataskan okkar má vera þung,“ segir Ólöf. „Maður á að vera með töskuna fast við bakið en þá þarf maður að tosa fast í böndin á töskunni,“ bætir Kristófer við. „Taskan má ekki vera meira en 10%,“ segir Kristófer sem er þó ekki alveg viss um hvað það þýðir en iðjuþjálfarar leggja mikið upp úr því að þyngd skólatöskunnar sé ekki meiri en 10% af líkamsþyngd barnsins því annars verði álagið á bakið of mikið. „Mín taska er létt,“ segir Ólöf. „Mín líka, hún er bara eins létt og bangsinn minn,“ segir Kristófer. „Ég er með pennaveski og teygjumöppu í minni tösku,“ segir Ólöf

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar