Sultártangalón

Ragnar Axelsson

Sultártangalón

Kaupa Í körfu

Undirbúningsframkvæmdir við Búðarhálsvirkjun hófust árið 2002, en þeim var hætt vegna þess að virkjunin var metin óhagkvæm. Takmarkanir á því að leggja friðland í Þjórsárverum undir Norðlingaölduveitu voru þess valdandi. Þar að auki gekk Norðurál til samninga við HS og OR um kaup á raforku til Helguvíkur, svo ekki lá fyrir hvert orkan ætti að fara. Síðan þá hefur hagkvæmni hennar aukist, t.d. vegna hækkandi raforkuverðs. Pappírsvinnunni er lokið, virkjunarleyfi var gefið út árið 2001 og Landsvirkjun hyggst bjóða verkið út fyrir áramót. Áætlað er að byggingu virkjunarinnar verði lokið árið 2011. Áætlaður verkkostnaður er á bilinu 15–20 milljarðar króna. Búðarhálsvirkjun fékk umhverfiseinkunnina A í rammaáætlun árið 2003, en hagnaðar- og arðsemiseinkunnir D. MYNDATEXTI Stöðvarhúsið verður við Sultártangalón

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar