Í Melhaga

Ragnar Axelsson

Í Melhaga

Kaupa Í körfu

Hvammsvirkjun er sú þriðja, en hún og Holtavirkjun eru stundum í sameiningu kallaðar Núpsvirkjun. Þjórsá yrði stífluð við Núpsfjall með allt að 16 metra háum garði, rétt ofan svonefnds Minnanúpshólma, sem er falleg skógi vaxin eyja í ánni. 3,5 kílómetra langir stíflugarðar yrðu meðfram ánni austan megin, þ.e. í Rangárþingi ytra. Þannig myndast Hagalón, 4,6 ferkílómetra inntakslón sem nær nánast upp að Gaukshöfða í Þjórsárdal. Við þetta fara nokkrir hólmar og eyjar á kaf, þar á meðal Hagaey, sem hyrfi að mestu leyti. Nokkrir bæir standa nálægt ánni þarna, Hagi og Melhagi allra næst. Umhverfi þeirra gerbreytist. Þjóðvegurinn verður færður að farveginum og landið hækkað með fyllingu. MYNDATEXTI Í Melhaga Landfylling mun halda jökulvatninu frá hlaðinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar